25 myndir fyrir 25 ár
Í tilefni af 25 ára afmælisári Kvikmyndaskóla Íslands munum við á næstunni sýna 25 valin verk útskrifaðra nemenda síðustu ára. Nú sýnum við stuttmyndina “Borgarljós” frá vorönn 2015
Stuttmyndin “Borgarljós” var útskriftarverkefni Ólafs Einars Ólafarsonar sem útskrifaðist úr Handrita- og leikstjórnardeild KVÍ á vorönn 2015
Í samtali við Ólaf Einar leikstjóra segir hann:
Fyrir utan að fá góða þekkingu á öllu sem tengist kvikmyndagerð hefur nám við Kvikmyndaskólann líklega nýst best á þann hátt að maður aflar sér gott tengslanet af fólki sem mun koma til með að vinna í flestum öngum bransans á Íslandi. Ég hef ekki reynslu af erlendum kvikmyndaskólum en að þessu leiti myndi ég segja að KVÍ sé líklega mun betri kostur ef ætlunin er að koma sér inn í bransann og vinna hérlendis. Nú starfa ég sjálfstætt með framleiðslufyrirtæki sem heitir Árheim ehf. Við höfðum tökur á stóru verkefni í september
Njótið vel !