3ja myndin af 25 sem við sýnum, “No homo”
Í tilefni af 25 ára afmælisári Kvikmyndaskóla Íslands munum við á næstunni sýna 25 valin verk útskrifaðra nemenda síðustu ára. Nú sýnum við stuttmyndina “No homo” frá vorönn 2012.
Stuttmyndin “No homo”, var útskriftarverkefni Guðna Líndal Benediktssonar sem útskrifaðist úr Handrit-og Leikstjórn KVÍ vorið 2012.
Í samtali við Guðna Líndal leikstjóra og handritshöfund segir hann;
Menntunin mín í Kvikmyndaskóla Íslands var góður grunnur fyrir framhaldsnám í handritaskrifum sem ég tók mér fyrir hendur í Skotlandi. Tengslanetið sem skapaðist í skólanum er ómetanlegt og hefur verið lykilþáttur í áframhaldandi kvikmyndatengdu starfi mínu. Undanfarið bý ég í Edinborg, vinn dagvinnu í flóttaherbergi, milli þess sem ég skrifa bækur og handrit. Nýverið skaut ég stuttmynd sem verður tilbúin í október, en stefnan er tekin á að dreifa henni sem víðast
No Homo from Icelandic Film School on Vimeo.