Að vera í sambandi – Ávarp rektors úr lokahefti haustannar Kvikmyndaskólans

Til fróðleiks og skemmtunar birtum við næstu daga ávörp rektors og deildarforseta úr lokahefti haustannar og eru það skrif Hilmars Oddsonar sem koma hér fyrst.

 “Að ver´í sambandi við annað fólk er mér lífsnauðsyn” sungu Stuðmenn eitt sinn. Þetta eru auðvitað alkunn sannindi. Og þetta gildir ekki bara um einstaklinga, einnig fyrirtæki og stofnanir. Kvikmyndaskóli íslands á mjög stóra fjölskyldu, ef svo má að orði komast. Fjölskylda okkar samanstendur af eigendum, starfsfólki, kennurum og nemendum. Þeir síðasttöldu skipta auðvitað mestu, enda eru þeir langstærsta fjölskyldugreinin.Nú er það þannig með fjölskyldur í þær er fólk æviráðið. Við sitjum uppi með fjölskylduna okkar, sama hvort okkur líkar betur eða verr. Við skulum gera ráð fyrir að yfirleitt sé það af hinu góða. Fjölskylda KVÍ telur nokkur hundruð manns. Suma hittum við daglega, aðra reglulega og enn aðra mjög sjaldan. En þeir eru samt í fjölskyldunni og það gleður okkur alltaf jafnmikið að fá af þeim fréttir.Við höfum verið að reyna að koma okkur upp margs konar samskiptakerfi til að viðhalda og rækta gömul og ný sambönd. Það hefur gengið allvel og okkur berast nú reglulega fréttir af sigrum og afrekum gamalla nemenda.Vart er gerð sú kvikmynd eða sá sjónvarpsþáttur á Íslandi að áhöfnin sé ekki að stórum hluta (stundum meirihluta) skipuð fyrrverandi (stundum núverandi) nemendum KVÍ. Þannig hefur það verið um alllangt skeið.Á árinu 2016 komu fyrrum nemendur KVÍ að ótal verkefnum:Á annan tug fyrrum nemenda vann við gerð Ófærðar-þáttanna, sem hafa verið að gera garðinn frægan um víðan völl. Okkar fólk hefur verið að setja upp leiksýningar, vinna verðlaun fyrir myndbandagerð, vinna verðlaun í pitchkeppni, keppa um verðlaun og vinna verðlaun á kvikmyndahátiðum (Sprettfiskurinn á Stockfish, RIFF, Skjaldborg og á ýmsum erlendum stuttmyndahátíðum ), vinna Edduverðlaun, hirða öll verðlaun hjá örvarpinu, framleiða nýjar bíómyndir og leikstýra stuttmyndum, leikstýra vinsælum sjónvarpsseríum, fá styrki til kvikmyndagerðar, átt myndir á Nordisk Panorama og unnið til verðlauna fyrir leik í bíómynd. Þetta er töluvert og þetta skiptir allt máli, fyrir viðkomandi einstaklinga, fyrir gamla skólann þeirra og fyrir samfélagið. KVÍ er þjóðþrifastofnun.Við skulum njóta þess nú í útskriftarviku haustannar 2016 að dást af verkum nemenda sem flestir hafa lagt á sig ómælda vinnu, lagt nótt við nýtan dag í að skapa eitthvað eins vel og þeim er unnt. Þau eru ýmist nýbyrjuð að feta sig í straumhörðum elfinum, stödd í honum miðjum eða eru að ná bakkanum hinum megin, þar sem bíður þeirra lífsbaráttan sjálf, erfið, sæt og óvægin,  – í einhverjum tilfellum glæstur ferill.Lifi KVÍ-fjölskyldan.Hilmar Oddsson
Rektor KVÍ