Albatross- og Webcamveggspjöld prýða veggi Kvikmyndaskólans

Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands hafa náð góðum árangri  á árinu 2015 en sérstaklega hefur forráðamönnum skólans þótt gleðilegt að tvær kvikmyndir í fullri lengd tengjast honum á sterkan hátt, kvikmyndirnar Albatross og Webcam.
Kvikmyndirnar voru báðar frumsýndar í sumar og áttu sameiginlegt að fá jákvæða gagnrýni bæði hjá áhorfendum og fjölmiðlum. Einnig má segja að það séu tengsl milli þessara tveggja kvikmynda því Magnús Thoroddsen, framleiðandi Webcam og Snævar Sölvi Sölvason, leikstjóri Albatross útskrifuðust á sama tíma úr sömu deild Kvikmyndaskólans vorið 2014, Handritum/leikstjórn. Auk þeirra kom fjöldi Kvikmyndaskólaleikara fram í myndunum tveimur.
Af þessu tilefni hittust nokkrir fyrrverandi nemendur Kvikmyndaskólans, þátttakendur í verkefnunum tveimur í gamla skólanum sínum og  vígðu sérstakan vegg með innrömmuðum auglýsingaveggspjöldum kvikmyndanna . Fulltrúi útskrifaðra leikara var Anna Hafþórsdóttir sem lék eitt aðalhlutverk myndarinnar Webcam en hún hlaut einnig mikil lof fyrir leik sinn. Þessar skemmtilegu myndir teknar við vígslu veggsins. Ásamt veggspjöldunum ber að líta  Magnús Thoroddsen, Snævar Sölva Sölvason, Anna Hafþórsdóttur, Hlín Agnarsdóttir, deildarforseta leiklistardeildar, Hrafnkell Stefánsson, deildarforseti Handrit/leikstjórn og rektor Kvikmyndaskóla Íslands, Hilmar Oddsson.

Það er kennurum og forráðamönnum Kvikmyndaskóla Íslandsa að fylgjast með þessum frábæra árangri og mikil eftirvænting í starfsliði skólans  eftir verkefnum sem bíða frumsýningar á nýju ári.

 

 

8I6A9780

8I6A9783

8I6A9777