Albatross slær í gegn með KVÍ teymi í sínum röðum
Myndin Albatross var frumsýnd í síðasta mánuði en eins og fram hefur komið á Facebook-síðu okkar er Snævar Sölvi Sölvason, höfundur myndarinnar, útskrifaður nemandi úr Handrita- og leikstjórnardeild Kvikmyndaskóla Íslands.
Sölvi Snær leikstýrði myndinni og skrifaði handritið en fleiri nemendur Kvikmyndaskólans eiga þó sinn skerf í kvikmyndinni Albatross. Logi Ingimarsson, Erla Hrund Halldórsdóttir og Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir eru útskrifuð eru úr Skapandi tækni en Jónína er raunar einnig útskrifuð úr Leiklist, eins Gunnar Kristinsson en hann leikur burðarhlutverk í Albatross.
Það er ekki heiglum hent að fjármagna gerð kvikmyndar í fullri lengd en framleiðendur Albatross leituðu á náðir velviljaðra gegnum Karolina Fund og náðu settu takmarki til að framleiðslan gæti átt sér stað. Raunar hafa sömu framleiðendur sagt frá því að einnig megi þakka Bolvíkingum fyrir sitt rausnarlega framlag til gerðar Albatross en þar var myndin tekin upp í fyrrasumar. Framlag þeirra mun m.a. hafa verið í formi gistingar fyrir þá sem störfuðu í tökum fyrir vestan en þar hafa nú sýningar hennar slegið ærlega í gegn og aukasýningum bætt við.
Albatross hefur fengið jákvæða gagnrýni en bæði Morgunblaðið og Poppland á Rás 2 gáfu myndinni 3 1/2 stjörnu. Gagnrýnandi Morgublaðsins, Hjördís Stefánsdóttir sagði í lokaorðum sínum um kvikmyndina: „Það er mikil kúnst að fá þéttsetinn bíósal til að hlæja í kór en Albatross teyminu tekst það og sannar þar með að flest er hægt með eldmóðsins vilja að vopni.“