Baltasar Kormákur heimsótti Kínema
Kínema, nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands fékk Baltasar Kormák heimsókn í vikunni í spjall við nemendur.
Eftir sýningu myndar leikstjórans þekkta, 101 Reykjavík á Mánudagsmynda-kvöldi fengu nemendur tækifæri til að spyrja hann út úr. Baltasar var örlátur og hvetjandi í umræðum eins og hann er vanur og gaf nemendum innblástur og eldmóð til skapandi verka.
Kvikmyndaskólinn þakkar Baltasar fyrir komuna en hann hefur gegnum árin oft verið fús að heimsækja skólann og miðla af mikilli þekkingu sinni þrátt fyrir að vera önnum kafinn við störf sín hér heima og erlendis.