Bylgja Babýlons: Leiklistin góður undirbúningur fyrir uppistand
Bylgja Balýlons stendur í ströngu þessa dagana. Hún ferðast heimshornanna á milli en hún er m.a. þátttakandi í keppninni Jokenation sem stendur þessa dagana þar sem leitað er heimsins besta uppistandara og er haldið af Montreux Comedy.
Nei, ég hef ekki sent vidjó í svona áður, gerði það fyrir svona mánuði og var satt best að segja löngu búin að gleyma því þar til í dag að ég komst að því fyrir tilviljun að ég hefði komist áfram og að það væri búið að vera opið fyrir kosninguna síðan 1. október.
segir Bylgja um uppátækið og bætir við hlæjandi að svona sé það nú að vera með athyglisbrest en leikkonan, sem er útskrifuð úr Kvikmyndaskóla Íslands hefur sannarlega verið á ferð og flugi síðustu vikur.
Ég var að klára túr með “comedy estonia” sem var fjögurra daga langur um Eistland, Lettland og Finnland. Þaðan fór ég svo beint til London þar sem ég og Snjólaug, sem er líka uppistandari ætlum að taka þátt í fullt af “open mic” kvöldum og einnig kvöldum sem okkur var boðið á eftir að hafa sent inn myndbönd til yfirskoðunar “smile emoticon”.
Bylgja er enn stödd í London en hún segir leiklistarnámið vera frábæran undirbúning fyrir uppistandið. En hvernig er þessi flækingur milli landa; er ekki skopskin Englendinga og íbúa Eystrasalts nokkuð ólíkt?
Það eina sem breytist raunverulega í dagskránni milli landa eru staðarheiti og svona “lókal” einkahúmor sem maður verður að vinna með en annars er það eins í öllum löndum, fólk sem kemur á uppistönd kemur til að hlæja og flestir geta hlegið að kúka og blæðingabröndurum
Atriði Bylgju í Jokenation er bráðfyndið og hvetjum við ykkur til að horfa, hlæja og kjósa hana í hvelli.