Daði Einarsson, útskrifaður frá Kvikmyndaskólanum, á spennandi tíma framundan
Daði Einarsson er útskrifaður frá deild Handrita og Leikstjórnar hjá Kvikmyndaskólanum og höfum við litið við hjá honum áður, en nú var svo sannarlega kominn tími á annað innlit. Það eru spennandi tímar framundan og er Daði stór hluti af framhaldi upptakna á leiknum The Darken, en eins og má lesa á heimasíðu Myrkur Games;
As Myrkur’s lead writer and performance director, it’s Daði’s job to shape The Darken’s story into tangible scenes. From writing scripts to directing actors and cameras, Daði pretty much represents the “cinematic” part of “cinematic experience.”
Við fengum Daða til að segja okkur aðeins frá
Það er rosalega mikill spenningur í gangi, tökur eru að byrja núna í næstu viku og allt fyrirtækið er á fullu í undirbúningi. Við erum að setja upp hljóðeinangrun, panta nýjar græjur og búnað af netinu og á fullu í prufu tökum. Í rauninni er þetta svolítið eins og seinustu dagarnir fyrir tökur á kvikmynd, allt þarf að klárast áður en við hefjumst handa!
Ef við vinnum vinnuna okkar vel þá ættum við að geta tekið upp senurnar í leiknum eins og þetta sé leikrit. Leikararnir gera þetta allt á sama tíma í einni töku, svo setjum við inn myndavélar og lýsingu eftir á. Í augnablikinu er ég að skrifa handritið fyrir næstu sneið leiksins og að reyna að klára að fylla í nokkur hlutverk. Það kemur mér á óvart hversu mikilvægt námið hjá Kvikmyndaskólanum hefur reynst mér þessa seinustu daga. Bæði í gegnum leikara sem ég þekki úr skólanum, en líka að höndla svona stressandi aðstæður! Þetta er í raun bara eins og útskriftarverkefni, nema við erum að gera tölvuleik.Það er næstum því liðið ár síðan ég byrjaði hjá Myrkur, og ég segi þetta alltaf þegar einhver spyr en mér finnst við vera að bæta okkur stanslaust. Ný tæki og tækni, endalausar prufur og það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi að skoða uppá skrifstofu.Ég er rosalega spenntur fyrir því að byrja að leikstýra aftur. Ég vona að þetta sé eins og að hjóla og að ég hafi ekki gleymt öllu, því það er liðið alveg ár síðan seinast!