Ert þú upprennandi listamaður?

Sjálfstæðu listaskólarnir standa saman fyrir kynningarviku þessa vikuna, tilvalið tækifæri til að ná sér í upplýsingar og kynna sér starf hvers skóla fyrir sig. Kvikmyndaskólinn verður með opinn dag á fimmtudaginn 22.febrúar frá kl.13-18.

Þennan dag verður skólinn opinn öllum sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi skólans, það nám sem er í boði í öllum fjórum deildum og fyrir alla þá sem hafa áhuga á skapandi vinnu og kvikmyndagerð.

Nemendur verða að störfum í skólanum frá kl 13:00-16:00 að vinna að mismunandi verkefnum í tímum með kennurum sínum. Valin kvikmyndaverk nemenda frá öllum önnum verða sýndar yfir daginn og útskriftarmyndir verða sýndar í hátíðarsal skólans frá kl 16:00-18:00.

Meðal annars verður hægt að fylgjast með í opnum tímum:

• Framleiðslu
• Myndmáli og meðferð þess
• Heimildamyndagerð
• Myndbreytingu
• Leikur og rödd í kvikmyndum
• Örmyndir og önnur verk
• Útskriftarmyndir

 

Dagskrá og opnunartíma hvers skóla má finna hér fyrir neðan á Facebook síðum skólanna;

Hlökkum til að taka á móti ykkur !