Fjórar af sex myndum sem keppa á Shortfish úr Kvikmyndaskóla Íslands
Stockfish hátíðin hefst 23. febrúar en þar verður m.a. keppt um verðlaunin Shortfish 2017 fyrir bestu stuttmyndina. Af þeim sex stuttmyndum sem valdar hafa verið til keppni eru fjórar myndir nemenda Kvikmyndaskóla Íslands.
Myndirnar eru:
Arnbjörn – Leikstjóri Eyþór Jóvinsson sem útskrifaðist úr Handritum/leikstjórn í desember síðastliðnum.
C-Vítamín – Leikstjóri Guðný Rós sem er nemandi í Leikjstjórn/framleiðslu.
Kalís Solitude – Leikstjóri er Guðjón Ragnarsson sem er nemandi í deild Handritum/leikstjórn en í teymi myndarinnar voru fleiri núverandi nemendur skólans. Aðrir nemendur úr KVÍ sem komu að gerð Kali´s Solitude eru Guðlaug Jónsdóttir (Handrit/leikstjórn), Jón Atli Magnússon (Skapandi tækni) og Fanney Ósk Þórisdóttir (Leiklist) en myndin var lokaverkefni þeirra á 1.önn.
Vaka – Leikstjóri Teitur Magnússon sem einnig útskrifaðist nú í desember úr deildinni Handrit/leikstjórn.
Skólinn óskar þeim góðs gengis í keppninni og við fylgjumst spennt með útkomunni.