Fylgist með útskrifuðum leikurum KVÍ á vefnum Casting.is
Kvikmyndaskóli Íslands rekur á vefslóðinni casting.is sérstakan kynningarvef fyrir leikara sem útskrifast hafa úr skólanum.
Nú í vor hafa 6 af nýtútskriftum nemum skólans þegar bæst í hóp þeirra sem notfæra sér þessa þjónustu hans.
Vefnum er ætlað að gefa leikurum úr skólanum tækifæri til að kynna sig og auðvelda öllum þeim sem leita sér leikara í hin ólíkustu verkefni að finna hentuga umsækjendur fyrir störfin. Nú eru þar þegar skráðir um 50 leikarar úr skólanum en þar er að finna m.a. myndbönd með vinnu leikaranna, ljósmyndir og einnig helstu upplýsingar eða hlekki að heimasíðum þeirra sem vilja kynna sig á síðunni.
Það er vel þess virði að gefa sér tíma til að skoða vefinn casting.is