Fyrsta myndin af 25

Í tilefni af 25 ára afmælisári Kvikmyndaskóla Íslands munum við á næstunni sýna 25 valin verk útskrifaðra nemenda síðustu ára.

Haustönn 2012
Fyrsta myndin sem við sýnum er stuttmyndin Monika, sem var útskriftarverkefni Guðrúnar Helgu Sváfnisdóttur sem útskrifaðist haustið 2012 frá Leikstjórnar- og framleiðsludeild.

Guðrún Helga segir að námið hafa nýst sér á margan hátt og örvað hana til skapandi verka á mörgum sviðum. Hún hefur haft mikinn áhuga á að leikstýra, þá helst tónlistarmyndböndum, og á því að skrifa handrit, en svo hefur hún einnig leikstýrt í leikhúsi. Hennar helsta hlutvek í dag er móðurhlutverkið, þar sem hún á 9 mánaða gamla dóttur sem er eilíft leikstjórnarverkefni og uppspretta allrar sköpunar segir Guðrún Helga.

MONIKA from Icelandic Film School on Vimeo.