Greg Sestero tekur upp senu í Svarta Stúdíói Kvikmyndaskólans
Skemmtilega kom upp um daginn að Elfar Þór Guðbjartsson var fenginn til að taka upp og leikstýra senu fyrir tilvonandi mynd Greg Sestero, “Miracle Valley”, í Kvikmyndaskólanum. Björgvin Frans Gíslason lék í senunni og naut Elfar aðstoðar nemenda, þar á meðal voru Þorsteinn Sturla Gunnarsson, Karólína Bæhrenz Lárusdóttir, Snorri Sigurbjörn Jónsson, Óttar Andri Óttarsson, Hálfdán Hörður Pálsson og Kristófer Smári Leifsson .
Elfar segir svo frá
Það var nú pínu fyndið hvernig þetta gerist. Ég var bara heima í rólegheitum þegar Rakel vinkona mín sendir allt í einu á mig skilaboð um hvort við getum spjallað smá.
Hún hringir og segir mér að vini hennar, Greg Sestero, vanti aðstoð við að skjóta atriði hér á Íslandi fyrir nýju myndina sem hann er að gera. Áður en ég vissi var ég farinn að spjalla við hann daglega um verkefnið. Ástæðan fyrir því að hann þurfti að fá verkefnið skotið hér var vegna þess að Björgvin komst ekki út til að skjóta það. Greg, eins og allir sem komast í kynni við Björgvin, elskar hann og hann varð að hafa hann í myndinni þannig ég var fenginn til þess að redda þessu ásamt flottustu nemendum landsins !
Þannig það má segja að ég hafi í raun dottið aftur á bak í þetta verkefni.
Það er aldrei lognmolla í kringum fólk Kvikmyndaskólans