Hafþór Ingi – Maðurinn á bak við faglegt yfirbragð læknanemamyndbandsins

Fréttavefurinn Visir.is sagði nýlega frá árshátíðarmyndbandi 3. árs læknanema sem vakið hefur mikla athygli en við eftirgrennslan kom í ljós að atvinnumaður í faginu, menntaður í Kvikmyndaskóla Íslands kom að verkinu.

Hafþór Ingi Garðarsson  útskrifaðist úr Skapandi tækni vorið 2015 en við fengum hann til að segja okkur aðeins frá verkefninu sem margir þekktir einstaklinegar fóru  með mikilvæg hlutverk í, m.a. Arnar Grant, Ívar Guðmundsson að ógleymdum Kára Stefánssyni.

Ég á félaga í læknisfræðinni sem að hringdi í mig og spurði hvort ég hefði áhuga á því að aðstoða við gerð myndbands fyrir þau. Ég hafði séð myndbönd fyrri ára og viðurkenni að ég hafði haft á orði við hann að þar hefði ýmislegt mátt betur fara. Það var kannski þess vegna sem hann talaði við mig og þá þurfti ég að standa við stóru orðin. Við tókum smá fund og mér leist ágætlega á hugmyndirnar þeirra og var líka ánægður að það var svolítill metnaður í þeim.

Hafþór Ingi segir að framleiðslan hafi hafist strax enda tíminn naumur og tökur þurftu því að hefjast fljótlega.

Ég fékk að hafa nokkuð frjálsar hendur og ég var mjög ánægður með það. Ég fékk að gera FLEST sem mig langaði að gera en fyrir lá handrit  sem var nokkuð gott og því auðvelt að vinna með það. Læknanemarnir voru líka mjög vel að sér og komu með margar góðar hugmyndir af römmum og öðru slíku sem endaði í myndbandinu. Þegar maður er orðinn hugmyndasnauður á löngum tökudögum þá þarf maður oft fleiri augu og ég hafði nokkur góð með mér. Ég er nokkuð ánægður með útkomuna þar sem í boði var bara að hafa eina  Canon 700d tökuvél. Eins og gefur að skilja var ekki mikið  budget og því voru enginn ljós eða annað slíkt. Margt hefði mátt betur fara en myndbandið er búið að ná nokkrum vinsældum því verður maður að vera ánægður með það.

Hafþór Ingi segir að kvikmyndagerðin sé oft mikið hark en hann hafi verið heppinn að fá vinnu úti á landi sem barþjónn og því vinni hann viku og fái svo viku frí.

Frívikuna mína reyni ég eftir bestu getu að nýta í kvikmyndagerð. Ég hef fengið nokkur verkefni í gegnum stóru framleiðslufyrirtækinn við t.d. lýsingu, cameru og hljóð í auglýsingum og viðburðum. Maður reynir að taka því sem gefst og segja nei eins sjaldann og hægt er.

Hafþór Ingi segir að rólegu mánuðina noti hann til að  búa sér til verkefni og öðlast hann þannig reynslu t.d. með því að taka að sér brúðkaupsupptökur.

En svo hef ég verið að leika mér að gera litlar mockumentary’s sem að ég opinbera kannski  einn daginn.

Og Hafþór Ingi vonast eftir sem flestum verkefnum og væntanlega mun góður árangur læknamyndbandsins koma honum vel á markaði kvikmyndagerðarfólks þar sem hann hefur nú starfað í um eitt ár.

Ég  er með vonir bundnar við nokkur verkefni sem eru á döfinni.  Fari svo að þau bregðist er ég með önnur verkefni á eftir þeim og ég held mér bara við efnið á meðan og geri mín eigin myndbönd. Ef ekkert skeður þá fæ ég vonandi vinnu hjá læknanemum að ári.

12516427_10208472708319064_1450306110_n

12421304_10208472709199086_1037729505_n

20160321_194351