“Í ljósi tryggrar stöðu skólans leitum við eftir framtíðarhúsnæði” – Hilmar Oddson um húsnæðisleit skólans
Frétt Morgunblaðsins í morgun um byggingu hótels á þeim reit sem Kvikmyndaskóli Íslands stendur á nú, hefur að vonum vakið athygli og spurningar um framtíðarheimili skólans vaknað. Þó ekki hafi farið hátt um þessar áætlanir til þessa eru þær stjórnendum skólans engar fréttir.
Við höfum lengi verið þess meðvituð að leigutíma okkar hér á Grensásvegi eru takmörk sett og því kemur þetta okkur ekkert á óvart. Við höfum verið að líta í kringum okkur með húsnæði og þó það sé of snemmt að segja hvernig þau mál standa má þó fullyrða að við sjáum nokkra kosti í stöðunni eins og hún er í dag.
segir Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands.
Mörgum eru e.t.v. ferskar í minni fréttir af áhuga skólans á húsnæði í Kópavogi eftir síðustu áramót en þær áætlanir urðu ekki að veruleika. Með tryggari stöðu skólans síðstu misseri,uppgangi kvikmyndagerðar í landinu og um leið lykilhlutverki Kvikmyndaskólans í þeim uppgangi er augljóst að skólinn lítur nú helst til þess að festa sér framtíðarhúsnæði.
Þar verður lögð áhersla á að aðstaðan verði byggð upp til að þjónusta starfsemina á sem fullkomnastan hátt og er það verkefni næstu mánuða að tryggja að það geti orðið.