Ingvar E. Sigurðs og Benedikt Erlings sátu fyrir svörum hjá nemendum

Ingvar E. Sigurðsson og Benedikt Erlingsson heimsóttu Kvikmyndaskóla Íslands og sátu fyrir svörum hjá nemendum  á  2. önn í vikunni.

Leikarana tvo þarf ekki að kynna en Benedikt leikstýrði kvikmyndinni Hross í oss með frábærum árangri þar sem Ingvar var í lykilhlutverki. Leikararnir voru einmitt gestir í  leikstjórnaráfanga LST 205  þar sem lögð er áhersla á vinnu leikstjórans með leikaranum.  Þá vinna leikstjórnarnemar með leikaranemum og atvinnuleikurum. Í áfanganum  heimsækja  reyndir leikstjórar og leikarar deildina sem  unnið hafa mikið saman og ræða sitt samstarf .  Nemunum gefst einnig kostur að leggja spurningar fyrir gestina í formi „Q and A“ eftir. Í síðustu viku voru gestir deildarinnar Ragnar Bragason og Nína Dögg Filippusdóttir en kennari í þessum áfanga er Þorsteinn Gunnar Bjarnason.

Ingvar og Benedikt 1

INgvar og Benedikt 2

Ingvar og Benedikt 3

Ingvar og Benedikt 1