Komið að Kaleb

Í tilefni af 25 ára afmælisári Kvikmyndaskóla Íslands munum við á næstunni sýna 25 valin verk útskrifaðra nemenda síðustu ára. Nú sýnum við stuttmyndina “Kæri Kaleb” frá haustönn 2010.

Stuttmyndin “Kæri Kaleb” var útskriftarverkefni Erlends Sveinssonar og Anton Smára Gunnarssonar, sem útskrifuðust úr Leikstjórnar-og framleiðsludeild og Skapandi Tækni KVÍ á haustönn 2010.

Í samtali við Erlend Sveinsson leikstjóra segir hann:

Kæri Kaleb

Ég hef starfað við kvikmyndagerð síðan ég útskrifaðist úr Kvikmyndaskólanum 2010 og hef unnið að mestu leyti við auglýsingar, kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Ég er búsettur í New York þessa stundina þar sem ég er að hefja lokaárið mitt í Mastersnámi í leikstjórn við Columbia University háskólann. Námið mitt í Kvikmyndaskólanum hefur reynst gífurlega vel, það var þar sem ég tók mín fyrstu skref í geiranum og fékk frelsi til að skapa og kynntist frábæru fólki sem ég hef unnið náið með alla tíð síðan

Dear Kaleb

Njótið vel !