Komið er að frumsýningum, má ekki bjóða þér að njóta?
Vikan sem leið var síðasta kennsluvika vorannar fyrir frumsýningar og nemendur voru uppteknir við að leggja lokahönd á útskriftar myndir sínar.
Þrátt fyrir það var kennsla hjá nokkrum bekkjum. 2.önn Skapandi Tækni lauk áfanga í myndbreytingu með Sigurgeiri Arinbjörnsyni (Star Trek Discovery). Nemendur á 3.önn unnu í litbreytingu á heimildarmyndunum sínum undir leiðsögn Jóhannesar Tryggvasonar.
Nemendur á 2.önn Leiklistar frumsýndu leikverk í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar og 3.önn æfðu söngleik sem frumsýndur verður eftir áramót, vegna veðurs, ásamt því að ljúka námskeiði í dagskrárgerð.
Í þessari viku eru svo frumsýningar í Bíó Paradís frá miðvikudegi til föstudags, allir eru velkomnir að koma og njóta og hér má líta dagskrána;
18. DES – MIÐVIKUDAGUR
13:00 TÆK 106 – Mínútumyndir – 1. önn
13:45 TÆK 204 – Kynningarmyndir – 2. önn
15:00 MYN 104 – Endurgerðar senur 3.önn
15:30 TON 103 – Tónlistarmyndbönd – 1.önn D1
15:50 AUG 103 – Auglýsingar – 1.önn D1
16:00 KVM 204/KLM 204 – 2. önn D2
19. DES – FIMMTUDAGUR
13:00 STU 106 – Stuttmyndir – 3.önn D1
13:45 FJÖ 106 – Fjölkamera – 3.önn D1
14:30 KVM 304/KLM 304 – 3. önn D2
15:00 LOH 306 / STU 106 – Stuttmyndir – 3.önn
KL. 20:00 Útskriftarmyndir
20. DES- FÖSTUDAGUR
13:00 LOK 106 – Lokaverkefni – 1. önn / Final project 1. ferm
14:30 TIL 102 – Tilrauna myndir – 3.önn D1
15:00 PILOT
21. DES – LAUGARDAGUR
KL. 13:00 Útskrift / Graduation