Komu, sáu og sigruðu á útskriftartónleikum á Rósenberg

Fjórir leikarar útskrifast í desember úr Leiklistardeild KVÍ og í gær sungu þeir metnaðarfulla dagskrá á útskriftartónleikum á Café Rósenberg.

Kvikmyndaskólinn leggur áherslu á faglegt söngnám leiklistarnemka og sagði deildarforseti leikilistardeildar, Hlín Agnarsdóttir gær eftir tónleikana í gær að þeir félagar, Bolli Már Bjarnason, Knútur Hauksteinn Ólafsson, Ragnar Gabríel Ragnarsson og Svanur Pálsson hefðu komið séð og sigrað.

Þeir áttu hug og hjörtu tónleikagesta, sungu og miðluðu af einlægni, hlýju, húmor og gleði. Hér má sjá þá syngja Konur ilma en dagskrárin var fjölbreytt að vanda og hver og einn þeirra naut sín í sólónúmerum.