Kvikmyndaskóli Íslands á tímum Covid-19

Kvikmyndaskóla Íslands var gert, eins og öðrum framhalds -og háskólum, að loka á meðan á samkomubanni vegna Covid-19 stendur yfir og hefur kennsla skólans verið alfarið í fjarkennslu undanfarnar 2 vikur. 

Vissulega hefur þetta haft áhrif á námið – enda að miklum hluta verklegt, t.d. þegar kemur að tökum nemanda á hinum ýmsu kvikmyndaverkum en nemendur mega eiga það að hafa tekið þessu breytingum með jákvæðni og hafa náð að viðhalda sköpunarkraftinum og stemmningunni sem að venju má finna innan veggja skólans – utan skólans. 
Það er ljóst að þegar samkomubanni lýkur umbreyttist í skólinn í framleiðsluhús og bíðum við öll spennt eftir því. 


Nemendur 1.annar luku námskeiði í tónlistarmyndböndum og hófu að læra framleiðslu og leikstjórn. Nemar á 2.önn sátu námskeið í framleiðslu og undirbúa þar tökur, ásamt handritsnámskeiði. 4.annar nemar sátu námskeið í leikstjórn og undirbjuggu heimildarmyndir sem þeir munu frumsýna í lok annar.

Skapandi Tækni

Nemendur 1.annar hafa setið við námskeið í eftirvinnslu, bæði grunn í myndbreytingum og klippingu. Nemendur á 2.önn hafa einnig unnið í eftirvinnslu,  að læra að hljóðvinna stuttmyndir sem hvert þeirra tók upp fyrr á önninni. Nemar á 3.önn sátu námskeið í endurgerð senu / “storyboard”, og að undirbúa þar tökur. Nemar á 4.önn sátu svo við með leiðbeinanda að klippa útskriftarmyndirnar sínar.

Nemendur á 2.önn sátu námskeið í handritum í fullri lengd þar sem þau undirbjuggu verkefni sem þau munu skrifa á næstu önn, ásamt því hefja námskeið í heimildarmyndum þar sem þau undirbúa hvert sína heimildarmynd sem mun vera tekin að loknu banni. 
Nemendur á 4.önn sátu leikstjórnarnámskeið þar sem þeir undirbjuggu útskritarmyndir sínar, ásamt námskeið í endurskrifum á handritum í fullri lengd.

Leiklist

Nemendur á 1. og 2.önn sátu námskeið í leiklistarsögu. Þetta er fyrr á þeirra námsferli en áætlað var en munu fara í námskeið sem krefjast líkamlegri nánd síðar á önninni og næstu önnum. Nemendur á 1.önn sátu einnig hreyfi námskeið með því að taka upp og dreifa danshreyfinga myndböndum sín á milli og nemendur á 2.önn undirbúa leikverk sem þau munu setja á svið í lok annar.
Nemendur á 3.önn sátu námskeið í endurgerð senu og “storyboard” og undirbjuggu þar tökur sem hefjast að loknu samkomubanni. Nemendur á 4.önn unnu í persónum sem þau leika í útskriftarmyndum sínum ásamt því undirbúa tökurnar fyrir þær eftir bestu getu.