Kvikmyndaskólinn á veraldarvefnum

Við hjá Kvikmyndaskólanum viljum gjarnan gera okkar besta til að tengjast umheiminum á sem flestan máta. Hugsunin þar á bakvið er sú að nemendur, jafn sem aðrir, geti fylgst með starfi skólans og fengið upplýsingar um viðburði sem skólinn stendur fyrir. En einnig viljum við reka fréttaveitur um kvikmyndaiðnaðinn sjálfan, jafnt hérlendis sem erlendis, enda er svið kvikmynda fullkominn vettvangur fyrir allar þjóðir að sameinast í listsköpun.
Auðvitað er skemmtilegra að sem flestir sem áhuga hafa geti nýtt sér þessa þjónustu og þess vegna langaði okkur að nota tækifærið til að kynna þá miðla sem við höldum úti.

INSTAGRAM

Instagram

Hér sameinum við bæði skemmtilegar ljósmyndir úr almennu starfi skólans og ljósmyndum frá kvikmynda iðnaðinum sjálfum, ásamt margskonar skemmtilegu efni

FACEBOOK á íslensku / FACEBOOK á ensku

Facebook

Við höldum úti tveimur síðum á Facebook, bæði á íslensku og ensku. Á Facebook deilum við aðallega fréttum af íslenska kvikmynda iðnaðinum ásamt tækifærum sem bjóðast nemendum í kvikmyndagerð. Við fylgjumst með daglegu starfi skólans, fylgjumst með bæði núverandi og fyrrverandi nemendum í iðnaðinum og deilum athyglisverðu efni.

TWITTER

Twitter

Hér fylgjumst við með kvikmynda iðnaðinum um allan heim, deilum fréttum af hátíðum, nýjum og væntanlegum myndum, nýjustu tækni og vinnslu möguleikum og svo miklu meira.

Heimasíða á íslensku og ensku

Homepage

Og síðast en ekki síst, þá höldum við úti þessu heimasíðum, en hér má nálgast allar þær upplýsingar sem viðkoma skólanum, ásamt nýjustu fréttum og viðtölum við nemendur og fleiri aðila í kvikmynda iðnaðinum