“Kvikmyndaskólinn orðinn hlekkur í sögu og þróun kvikmyndagerðar á Íslandi” – Elvar Gunnarsson
Elvar Gunnarsson útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands árið 2005 og var fljótt fenginn til starfa fyrir skólann. Í dag vinnur hann með góðum hóp ungs kvikmyndagerðarfólks að því að klára hrollvekjuna Möru en hann kennir einnig við Kvikmyndaskólann.
Fyrst hóf ég störf við skólann árið 2006, ári eftir að ég útskrifaðist. Ég var þá fenginn til að sjá um Skoðun og greiningu kvikmynda af Böðvari Bjarka. Grunar mig að hann hafi talið mig svo mikið nörd að ég hliti að geta talað samfleitt um einhverja mynd í nógu langan tíma til að fylla upp í góða kennslustund.
Nú í haust hefur Elvar verið ábyrgur fyrir námskeiðinu Myndræn frásögn.
Í áfanganum vinnur hver nemandi eina senu, teiknar hana upp, gerir stutta greinagerð og síðan eru valin nokkur einstaklingsverk til að framleiða. Ég legg mikið upp úr því að nemandinn nái sem mestu úr senu sinni, þó það þýði endurhugsa og endurstkjóta hana. Með því að leggja ríka áherslu á útkomuna tel ég að nemandinn ná betri tökum á forminu á endanum. Einnig legg ég áherslu á sambandi höfundar og áhorfanda og hvernig höfundurinn getur haft áhrif á þetta samband.
Frá útskrift hefur Elvar komið að kennslustörfum í Kvikmyndaskólanum en hann hefur komið víða annarsstaðar við í íslenskri kvikmyndagerð.
Ég hef einnig rekið og átt fyrirtæki, leikstýrt auglýsingum og tónlistarmyndböndum, stuttmyndum og nú síðast kvikmynd í fullri lengd.
Elvar segir skólann hafa nú þegar fest sig í sessi og vera orðinn ákveðinn hlekkur í sögu og framþróun kvikmynda á Íslandi.
Ný tegund mynda er að ná fótfestu hér. Þetta eru myndir framleiddar á hátt sem áður var nánast gleymdur hér á landi. Þetta er framleiðslaaðferð sem er ekki ókunnug nemendum úr umræddri menntastofnun og standa oftar en ekki útskrifaðir nemendur á bakvið þessi verk. Útskrifaðir nemendur hafa einnig komið sér fyrir í stærri framleiðslum og hjá stæðum fyrirtækjum.
Það er áhugavert að Elvar er einmitt orðinn einn af fulltrúum nýrrar kynslóðar kvikmyndagerðarfólks sem sprottin er úr Kvikmyndaskóla Íslands og hann lætur verkin tala í nýrri hrollvekju, Möru sem er á lokastigi framleiðslu.
Mara (It Hatched) fjallar um ungt par sem flytur frá Nashville, USA, til afskekkts staðar á hjara Íslands, þar sem þau ætla að opna gistihús. Í fyrstu virðist þetta ætla að verða mikið ævintýri. Parið fagnar kyrrðinni og dundar sér við að gera húsið stæðilegt. Einn daginn breytist líðan þeirra, þau finna djúpa holu á kjallaragólfinu og konunni blæs út og virðist hafa orðið kasólétt á einum degi. Þá um nóttina verpir konan eggi. Myndin hægir ekki mikið á ferðinni eftir það.Stór hlutini þeirra sem leika burðarhlutverk og standa að baki myndarinnar koma úr skólanum og hefur myndin hingað til verið framleidd án aðkomu Kvikmyndasjóðs Íslands en tökur hafa staðið yfir í 74 daga. Við stefnum að því að frumsýna myndina næstkomandi haust.
Enn stendur yfir söfnun til að fjármagna það sem eftir stendur við gerð Möru og hvetjum við alla sem geta séð af fjármunum til að kynna sér málið á Karolina Fund.