Ljósi varpað á mikilvæg mál tengd Kvikmyndaskólanum

Í kjölfar undirritunar viljayfirlýsingar þess efnis að að Hugvísindasvið starfi með Kvikmyndaskólanum að uppbyggingu náms á háskólastigi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum á komandi misserum hefur rektor Kvikmyndaskóla Íslands haldið áfram vinnu að því að samstarfið geti hafist fyrir alvöru.

Samkvæmt samkomulagi KVÍ og HÍ eiga fulltrúar HÍ að koma að ráðningu helstu stjórnenda KVÍ og hafa því stöður deildarforseta verið auglýstar lausar. Með þessu er ætlunin að auka fagleg vinnubrögð við ráðningu starfsfólks. Núverandi deildarforsetar hafa ekki sagt upp störfum og væntir skólinn að allir þeirra verði á meðal umsækjenda að undanskildum deildarforsetata í Deild 2, Skapandi tækni.

Hilmar Oddson, rektor hefur ritað nemendum og starfsfólki til að greina frá þessu og öðrum hlutum sem snerta skólastarfið, t.a.m. fréttir af fyrirhugaðri  hótelbyggingu við Grensásveg 1 þar sem skólinn er nú staðsettur.

 Það er rétt að eigendur þess húsnæðis sem hýsir starf okkar hafa uppi áform um að fjármagna byggingu “stór”- eða “háhýsis” á reit skólans. Það er hins vegar ekki búið að segja upp samningum við okkur og ekkert sem bendir til þess að okkur verði úthýst fyrr en við höfum fundið jafngott eða betra húsnæði. Þetta hefur okkur verið ljóst alveg frá því við fluttum hingað. Við munum flytja á “endastöð” á þessu eða næsta ári. Okkur líður flestum mjög vel hér á Grensásveginum, en ég leyfi mér að fullyrða að framtíðarhúsnæði skólans yrði að flestu leyti enn betra og myndi halda enn betur utan um starf okkar. Flutningar, ef og þegar af þeim verður, munu einungis verða til að bæta aðstöðu okkar og það til langframa. Fréttir af húsnæðismálum munu berast ykkur um leið og þær geta talist traustar.

 

Hilmar lýkur bréfi sínu með því að greina frá þeim gleðifréttum að á komandi hausti muni KVÍ eð IFS (Icelandic Film School) opna alþjóðlega deild við skólann. Um er að ræða nemendur í Deild 3, Handrit/leikstjórn, sem skipaður verður „glæsilegum fulltrúum ungs kvikmyndagerðarfólks frá þremur heimsálfum.“