Margir tengdir Kvikmyndaskólanum þátttakendur í Documentary Now

Á fimmtudag í síðustu viku var þátturinn A Town, A Gangster, A Festival frumsýndur vestur í Bandaríkjunum en hann er hluti af þáttaröðinni Documentary Now.

Documentary now er Mockumentary þáttaröð þar sem viðfangsefnið er í raun uppspuni
Nýtt efni er í hverjum þætti og er það ekki tengt. Það eina sem tengir þáttina eru leikararnir Fred Armisen, Bill Hader og Seth Meyers. Þeir tveir fyrrnefndu leika, en allir þrír framleiða ásamt öðrum.

Segir Birgitta Björnsdóttir, kennari í Kvikmyndaskóla Íslands sem tók þátt í framleiðslu þáttanna.

Ég var production manager fyrir tökurnar á Íslandi, þeir tóku hluta af einum þætti á Íslandi – Nanuk of the North og svo heilann annan þátt – Al Capone Festival. Arnar Benjamín Kristjánsson, Einar Pétursson og Georg Erlingsson Merritt voru í teyminu alla tökudagana.

Arnar, Einar og Georg útskrifuðust úr Kvikmyndaskóla Íslands fyrir skömmu en þeir voru ekki einu útskriftarnemarnir sem komu að þessu skemmtilega verkefni.

Ég fékk með okkur Andra Halldórsson, Harald Óskarsson sem útskrifuðust í vor í nokkra daga. Svo voru nokkir úr skólanum sem komu inn í einn dag, þeir Þorlákur Bjarki, Gunnar Gunnarsson og Ingólfur Arnar.

Auk þeirra segir Birgitta að nokkrir aukaleikarar tekið þátt í Documentary Now.
Birgitta er annars nýkominn til landsins en hún eyddi síðustu dögum í Malmö í Svíþjóð til að fylgja eftir myndinni Þú og ég.

Ég var á stuttmyndahátíðinni Nordisk Panorama. Stuttmynd sem ég og Hlín framleiddum, Þú og ég var tilnefnd sem Besta norræna stuttmyndin en Ása Helga Hjörleifs sem kennir líka í skólanum leikstýrði henna.