“Monster” eftir Einar Pétursson verður sýnd á laugardaginn

Einar Pétursson útskrifaðist frá Leikstjórn og Framleiðslu hjá Kvikmyndaskólanum árið 2014. Stuttmynd hans “Monster”, verður sýnd á laugardaginn í Bíó Paradís og við náðum aðeins í skottið á honum

Ég vildi alltaf verða leikari en fann mig svo betur fyrir aftan myndavélina að búa til sögur. Það heillaði mig meira.
Eftir útskrift, þá vann ég í bransanum í 2 ár þar til mig langaði í meira ævintýri. Þá tók ég ákvörðun að skella mér til borg englanna í eitt ár í kvikmyndagerð. Þar kynntist ég honum Atla Óskari sem kom til mín með handrit af stuttmyndinni, Monster.“When a seemingly normal man, meets a young neighbor
girl, he struggles with keeping his terrible urges
from creeping to the surface. A critical incident
gives him an opportunity to prove to himself that he
is a worthwhile human being but with dire consequences.”Þótt myndin hafi verið tekin upp í Los Angeles, komu þó nokkrir aðrir Íslendingar að henni og sumir fyrrum nemendur Kvikmyndaskóla Íslands; Grétar Már Garðarsson, Haukur Karlsson, Atli Þór Einarsson og Arnór Einarsson.


Stuttmyndin “Monster” verður sýnd í Bíó Paradís á laugardaginn 13,júlí klukkan 16:00, frítt inn og opin öllum. Hér fáið þið að njóta sýnishorns úr myndinni