Mynd úr Kvikmyndaskólanum meðal efstu 20 mynda í keppni Cilect – “Verulega góður árangur” segir rektor
Cilect samtökin voru að kynna úrslit í árlegri nemendamyndasamkeppni. Eins og venjulega var keppt í þremur flokkum, flokki leikinna stuttmynda, heimildarmynda og animation (teikni) mynda. KVÍ hefur hingað til aðeins sent myndir í flokk leikinna mynda. Alls bárust 110 framlög í þann flokk í þetta skiptið. Framlag okkar var stuttmyndin Himinn og jörð, útskriftarverkefni þeirra Ásgeirs Loga Axelssonar og Ragnars Inga Magnússonar úr Deild 2. Myndinni var leikstýrt af Aroni Þór Leifssyni úr Deild 1.
Það er okkur sérstakt ánægjuefni að tilkynna að KVÍ (IFS), þ.e. Himinn og jörð, hafnaði í 20. sæti af 112, sem verður að teljast verulega góður árangur, enda stökkvum við uppum 32 sæti milli ára. Kvikmyndaskóli Íslands óskar aðstandendum, og okkur öllum, til hamingju með glæsilegan árangur, sem á vonandi eftir að verða núverandi nemendum hvatning til frekari afreka.
segir Hilmar Oddson, rektor skólans í tilkynningu af tilefni af þessum frábæra árangri.
Röð efstu mynda í keppni Cilect var eftirfarandi:
- Everything will be okay – UMDK í Austurríki
- Patriot – NFTS í Bretlandi
- Beautiful figure – SxFE í Ungverjalandi
- Peacock – FAMU í Tékklandi.
- Boat people – HFF í Þýskalandi ……….. 20. The Wedding Gift (Himinn og jörð) – IFS (KVÍ)
Í flokki heimildarmynda varð The Archipelago frá NFTS í Beaconsfield/London hlutskörpust og Edmond frá sama skóla varð hlutskörpust í flokki “animation” mynda.
Helstu verðlaunamyndirnar verða sýndar á sérstöku Cilectkvöldi innan tíðar og verður sú sýning auglýst sérstaklega síðar.