Myndband Antons Smára valið sem STAFF PICK hjá Vimeo

Anton Smári Gunnarsson starfar um þessar mundir í London á tækjaleigunni ARRI Rental en hann útskrifaðist haustið 2010 úr deildinni Skapandi Tækni í Kvikmyndaskóla Íslands.
Anton Smári sinnir starfi kamerutæknimanns hjá fyrirtækinu en nýlega réðst hann í gerð myndbands í samstarfi við leikstjórann Andrea Barone sem þeir kalla.

“POLAROIDREAM“ var ástríðuverkefni hjá mér og Andrea Barone. Ég sá um kvikmyndatöku á þessu verkefni og fékk mikla hjálp frá kollegum mínum sem vinna með mér á tækjaleigunni ARRI Rental.

Anton Smári segir að tilgangur myndbandsins hafi verið að sýna fram á gæði þeirra í störfum og fagmennsku og vonast þeir til að framleiðsla þess skapi þeim frekari vinnu í náinni framtíð.

Við erum báðir að reyna að feta okkur inn í bransann hér í London og gera þetta að langvarandi atvinnu, og blessunarlega tel ég þetta myndband vera skref í rétta átt.

Myndbandavefurinn Vimeo valdi mynd þeirra félaga sem STAFF PICK og hefur dreifing þess verið mjög góð. Vel á fjórða tug þúsunda hafa þegar barið það augum.