Myndin Lea eftir handriti Erlends Sveinssonar valin til sýninga á Film School Shorts

Erlendur  Sveinson sem útskrifaðist veturinn 2010 úr leikstjórnar og framleiðsludeild Kvikmyndaskóla Íslands  stundar nú Mastersnám í leikstjórn við hinn virta Columbia University í New York og situr þar sannarlega ekki auðum  höndum.

Við fengum hann til að segja okkur frá því sem hann er að fást við þessa dagana

Ég er að klára annað árið mitt í Columbia og svo taka við Thesis árin þar sem nemendur hafa 1-3 ár í viðbót til að gera útskriftaverkefnið sitt sem getur verið handrit í fullri lengd eða útskriftarmynd.

Erlendi hefur tekist að fanga athygli sem handritshöfundur en það gerði hann reyndar strax snemma í náminu við Columbia. Áður hafði hann m.a. náð frábærum árangri með stuttmyndina Breathe á kvikmyndahátíðinni Urban Tv Festival í Madrid á Spáni. 

Á fyrsta árinu þurfa allir nemendur að leikstýra, skrifa og framleiða stuttmynd sem skotin er yfir sumartímann. Léa var fyrsta handritið sem ég skrifaði innan veggja skólans og sóttist vinur minn Connor Simpson eftir því að fá að leikstýra myndinni. Við skutum hana í NY seinasta sumar og ég var að skrifa alveg fram að fyrsta tökudag.

Myndin Lea hefur náð þeim frábæra árangri að vera valin til sýninga hjá Film School Shorts sem er verkefni á vegum og var hún einnig kynnt á 2016 Cinequest Film Festival. Eins og áður sagði er Erlendur hinsvegar með leikstjórn sem sitt aðalfag og þar er ýmislegt spennandi í vinnslu.

Ég er þessa stundina með þrjár stuttmyndir í eftirvinnslu þar á meðal myndina sem ég leikstýrði síðasttliðið sumar. Þar sem námið er gífurlega krefjandi hefur reynst erfitt að klára myndarnar og koma þeim frá sér. En góðir hlutir gerast hægt.

Og fleiri verkefni bíða Erlends Sveinsonar sem spennandi verður að fylgjast með.

Þessa stundina er ég að leggja lokahönd á handrit í fullri lengd, undirbý nokkur verkefni í sumar ásamt því að klára eftirvinnsluna á stuttmyndunum sem ég hlakka til að sýna.

 

 

Lea