Myndir eftir kennara Kvikmyndaskólans áberandi á hátíð í Póllandi
Klapptré greinir frá því að þessa dagana séu 27 íslenskar kvikmyndir sýndar í borgunum Gdansk, Poznan og Varsjá í Póllandi.
Sýningar íslensku kvikmyndanna eru hluti af samvinnuverkefni Póllands og Íslands sem hlotið hefur heitið Ultima Thule – At the End of the World og vekur það athygli þegar listinn er skoðaður að margar þeirra eru eftir kennara Kvikmyndaskóla Íslands. Verkefnið hófst í nóvember með sýningum pólskra kvikmynda hér á landi en nú er um að ræða eftirfararndi íslenskar myndir og kvikmyndagerðarmenn:
Sódóma Reykjavík eftir Óskar Jónasson
Íslenski Draumurin og Maður Eins og Ég eftir Róbert Douglas
Mávahlátur eftir Ágúst Guðmundsson
Kaldaljós eftir Hilmar Oddson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands
Brim, þar sem Ottó Geir Borg var einn þriggja handritshöfunda
Á Annan Veg eftir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
Borgríki og Blóð Hraustra Manna en Hrafnkell Stefánsson (deildarforseti Handrit/Leikstjórn) var annar handritshöfunda
Eldfjall eftir Rúnar Rúnarsson
Vonarstræti eftir Baldvin Z
Fleiri kennarar skólans hafa einnig komið að þessum myndum en þar má nefna að Hlín Jóhannesdóttir (deildarforseti Leikstjórn/Framleiðsla) og Birgitta Björnsdóttir komu að gerð kvikmyndanna Brim og Eldfjalli.
Kvikmyndaskóli Íslands óskar umræddum kvikmyndagerðarmönnum til hamingju með sýningarnar í Póllandi.