Nemendur á fyrstu önn kljást við fyrsta kvikmyndaverkefnið – Myndir
Nemendur á 1.önn hafa síðustu vikur unnið saman í hópum í lokaverkefni annarinnar og voru teknar skemmtilegar myndar meðan á tökum þess verkefnis stóð.
Einn nemandi úr hverri deild er ábyrgur fyrir sínu sérsviði í ferlinu og sameiginlega vinna þau svo að hugmynd sem þau þróa í handritavinnu og framleiðslu. Nemendur sinna svo sínu sérsviði á setti. Sigrún Gylfadóttir segir að verkefnið sé metnaðarfullt og að þarna sé á ferðinni fyrsta stóra kvikmyndaverkið sem þau gera í náminu. Það er því strax ráðist í framkvæmdir í náminu í Kvikmyndaskóla Íslands og við bjóðum ykkur að njóta myndanna frá þessu skemmtilega verkefni.