Níu útskrifaðir úr KVÍ tóku þátt í Bakk
Níu nemendur, útskrifaðir úr Kvikmyndaskóla Íslands, tóku þátt í gerð sumarsmellsins í ár, Bakk sem frumsýnd var í maí síðastliðnum.
Bakk hefur fengið frábæra dóma og notið mikilla vinsælda en þar er fjallað um tvo æskuvini sem ákveða að fylgja í fótspor föðurs annars þeirra og bakka hringinn í kringum Ísland til styrktar langveikum börnum.
Nöfn þeirra nemenda úr KVÍ sem komu að gerð myndarinnar eru Logi Ingimarsson, Hrefna Hagalín, Bergþóra Ólöf Björnsdóttir, Heiðar Eldberg Eiríksson, Baldvin Vernharðsson, Gunnar Kristinsson, Bent Kingo Andersen, Gunnar Ingi Gunnarsson og Róbert Orri Pétursson.