Nú styttist í útskriftir
Við ákváðum að ná tali af nokkrum útskriftar nemendum og fá smá innsýn í feril þeirra í Kvikmyndaskólanum.
Við byrjum á Ingu Óskarsdóttur, sem mun senn ljúka námi á deild Handrita og Leikstjórnar
Hvers vegna sóttir þú um að nema við Kvikmyndaskólann og hvers vegna varð þessi deild fyrir valinu ?
Ég hef alltaf dýrkað bíómyndir og grín. Ætli löngunin að búa til grínmynd hafi ekki fengið mig til þess og í Handrit og Leikstjórn get ég búið til mínar eigin sögur og ráðið hvernig ég vek þær til lífsins, sem mér finnst fullkomið
Getur þú sagt okkur aðeins frá útskriftar verkefninu?
Mitt lokaverkefni er grínmynd (surprise) um mæðgur sem eru á leið í jarðarför, en leiðin þangað gengur þeim ekki í haginn. Þetta er búið að vera sjúklega erfitt en sjúklega skemmtilegt ferli. Myndin heitir ‘Mamma veit verst’ og Ingibjörg Reynisdóttir og Björk Guðmundsdóttir eru í aðalhlutverkum
Hvernig hefur undirbúningur gengið ?
Undirbúningur hefur gengið upp og niður, eins og yfirleitt. Það koma dagar þar sem allt gengur eins og í sögu og svo getur allt farið í vaskinn næsta dag. En einhvern veginn reddast alltaf allt á endanum
Hver eru framtíðarplönin eftir útskrift ?
Framtíðarplönin mín eru frekari menntun í leikstjórn erlendis og að búa mér til skemmtileg verkefni. Ég er til dæmis að deyja úr spenningi að búa til heimildarmynd helst eins fljótt og ég get
Er eitthvað eftirminnilegt “moment” úr náminu sem þú getur sagt okkur frá?
Á 2. önn var ég runner í mynd hjá einum nemanda og Egill Ólafs var að leika í myndinni. Hlutverk mitt var meðal annars að sækja hann alltaf og skutla honum heim. Við keyrðum saman á Akranes og til baka og hann kallaði mig Skutluna. Við eigum fallegar minningar saman frá þessum örfáu dögum, við Egill minn. Annars þegar Kristján bekkjarbróðir minn kastaði óvart opnum amino-dúnkinum sínum yfir borðið í stofunni okkar og aminoduftið lenti allt á Aðalgeiri bekkjarbróður okkar sem var of upptekinn í mikilvægu símtali til að geta dílað við það. Það var gott móment
Við óskum Ingu alls hins besta !