Nýjir fagstjórar hefja störf við skólann

Við tilkynnum með mikilli ánægju að tveir nýjir fagstjórar hafa hafið störf við Kvikmyndaskólann.

 

Við bjóðum velkomna Valdísi Óskarsdóttir sem hefur tekið stöðu fagstjóra Klippingar.

Valdís Óskarsdóttir

Hún kemur inn hlaðin reynslu og hefur verið tilnefnd og unnið til fjölda verðlauna, hlotið meðal annars Bafta verðlaunin fyrir vinnu sína við myndina “Eternal Sunshine of the Spotless Mind” og Edduna fyrir “Hafið” í leikstjórn Baltasars Kormáks. Hægt er að fræðast nánar um Valdísi og langan verka lista á eftirfarandi vefsíðum;

Wikipedia , Imdb og síðast en ekki síst hennar eigin heimasíða

 

Við tökum einnig fagnandi á móti Ara Kristinssyni sem tekur við stöðu fagstjóra Kvikmyndatöku.

Ari Kristinsson

Það eru fá störf innan kvikmynda iðnaðarins sem Ari hefur ekki nálgast og fyrir utan nám í listum hefur hann áratuga reynslu í kvikmyndagerð. Hann hefur unnið við fjölda íslenskra mynda, þar á meða “Börn náttúrunnar” sem var framlag íslendinga til Óskarsverðlaunanna á sínum tíma og hlaut Ari heiðursverðlaun Montréal World Film Festival fyrir kvikmyndatöku myndarinnar.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Ara á eftirfarandi vefsíðum; Imdb og á síðu Félags Íslenskra Kvikmyndatökumanna