Ólöf Birna hlýtur verðlaun fyrir bestu erlendu stuttmyndina á Independent Film Festival Awards í LA
Útskriftarmynd Ólafar Birnu Torfadóttur Síðasta sumar (Last Summer) hlaut nýlega verðlaun sem besta erlenda stuttmyndin (Best comedy/drama foreign short film) á Los Angeles Independent Film Festival Awards en hún útskrifaðist úr deildinni Handritum/leikstjórn í Kvikmyndaskóla Íslands nú í vor.
Ólöf segist hafa mest unnið við að skrifa síðan hún útskrifaðist í vor.
Ég hef verið að skrifa, bæði vinna í eigin verkefnum en eitthvað fyrir aðra líka.
En um hvað fjallar mynd Ólafar.
Myndin byggist á raunverulegum atburðum og sýnir þann súrrealíska heim sem tekur við hjá aðstandendum þegar fjölskyldumeðlimur leggst í djúpt þunglyndi og reynir að fyrirfara sér.
Verðlaun eins og þau sem myndin Síðasta sumar hlaut í sumar eru mikil hvatneing en hvað e nú framundan hjá Ólöfu Birnu?
Ég held áfram að skrifa og vinna í mínum verkefnum. Nú er ég að leggja lokadrög á umsókn til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, handritsstyrk að leiknum sjónvarpsþáttum. Þá er ég að hefja framleiðslu að nýrri stuttmynd sem verður tekin upp fyrir jól, auk þess sem ég er að fara að leggjast í mikla heimildarvinnu fyrir stærra verkefni í vetur.