SAM heimsókn og upptökur byrjaðar á útskriftar myndum

Fyrsta önn Leikstjórnar og Framleiðslu sátu námskeið í framleiðslu með Hlín Jóhannesdóttur (Bokeh, Svanurinn) og leikstjórn þar sem er unnið með leikaravinnu undir leiðsögn Þorsteins Bachman (Lof mér að falla, Vonarstræti) ásamt fyrstu önn Handrita og Leikstjórnar. Þriðja önn fór í SAM, þar sem þau fengu tækifæri til að vinna með öðrum nemendum í tökum.

6hXHq7cA

Nemendur á fyrstu önn Skapandi Tækni sátu sinn fyrsta kúrs í klippingu undir leiðsögn Davíðs Alexander Corno (Undir Halastjörnu, Kona fer í stríð) ásamt kúrs í myndbreytingu undir leiðsögn Sigurgeirs Arinbjarnarsonar (Everest, Star Trek Discovery). Nemendur á annarri önn sátu kúrs í hljóðvinnslu með Kjartani Kjartanssyni (Sódóma Reykjavík) og einnig námskeið myndbreytingu þar sem þau vinna með “after effect” undir leiðsögn Sigurgeirs Arinbjarnarsonar (Everest, Star Trek Discovery). Þriðja önn tók fyrsta hluta sérhæfingar – þar sem hver og einn nemandi velur sérgrein og fær útlutaðan leiðbeinanda til að kynna sér það fag.

Ghj9x1or

Fyrsta önn Handrita/Leikstjórnar sátu sitt fyrsta námskeið í handritum í fullri lengd undir leiðsögn Hrafnkels Stefánssonar (Kurteist Fólk, Borgríki) þar sem þau hefja vinnu að handriti sem þau munu vinna áfram með næstu annir, og leikstjórn þar sem er unnið er með leikaravinnu undir leiðsögn Þorsteins Bachman (Lof mér að falla, Vonarstræti) ásamt fyrstu önn Leikstjórnar og Framleiðslu. Þriðja önn lauk þriðja námskeiði sínu í handritum í fullri lengd, með Hrafnkeli Stefánssyni (Kurteist Fólk, Borgríki)  þar sem þau skrifuðu fyrstu drög að handriti í fullri lengd. Nemendur á fjórðu önn hófu tökur á útskriftar myndum sínum. 

IXnxdyPA

 

Nemendur á fyrstu önn Leiklistar sátu námskeið í raddbeitingu og söng með Þórunni Ernu Clausen (Lói), Leik og hreyfingu þar sem unnið með líkamann í tjáningu með Guðmundi Elíasi Knudsen, og Leiktúlkun með Rúnari Guðbrandssyni (Svartur á leik, XL).  Nemendur á annari önn sátu námskeið í raddbeitingu hjá Þóreyju Sigþórsdóttur (Agnes, Kaldaljós) og unnu í leiktækni með Rúnari Guðbrandssyni (Svartur á leik, XL). Þriðja önn fór í SAM, þar sem þau fengu tækifæri til að vinna með öðrum nemendum í tökum.

hrBZepUF

Kínema, nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands, bauð upp á Handrita vinnustofu og Kareoke kvöld á þriðjudeginum og Spilakvöld á fimmtudeginum að vanda.

t4-2W5OQ

kzVK38FQ

Vikunni lauk svo í kvikmyndasögu í Bíó Paradís.