Skipulögð og til í að fórna frítíma sínum – Verkefnalisti Lovísu Láru árið 2016 hefur verið langur
Verkefnalisti árið 2016 er áhrifamikill en það er ljóst að fáir geta státað af öðrum eins, enn undir þrítugu. Hún er ein af útskrifuðum nemendum Kvikmyndaskóla Íslands sem vinnur að fjölda verefna í íslensku kvikmyndalsenunni.
Það sem stendur helst uppúr á liðnu ári er að ég kláraði tökur á fyrstu bíómynd minni í fullri lengd, Týndu Stelpurnar og hélt fyrstu íslensku hryllingsmyndahátíðina Frostbiter. Hvort um sig var mjög krefjandi verkefni og mikil vinna en um leið ótrúlega skemmtilegt.Ég mun aldrei gleyma fyrstu Frostbiter hátíðini en þetta var lang skemmtilegasta hátíð sem ég hef farið á. Þó ég segi sjálf frá.
Segir Lovísa Lára um þetta viðburðaríka ár sitt en hátíðina Frostbiter var haldin á Akranesi í nóvember síðastliðnum og skipulagði hún hana ásamt eiginmanni sínum Ársæli Rafni Erlingssyni.
Árið 2016 hófst með látum hjá Lovísu Láru því mynd hennar Hrellir gerði það gott í New York í janúar.
Það var einnig ótrúlega gaman að fylgja stuttmyndinni minni Hrelli til New York á Winter Film Awards. Þar var myndin tilnefnd sem besta hrollvekjan.
Verkefnin sem Lovísa Lára hefur ráðist í á þessu ári hafa verið fjölbreytt. Hvernig ætli hafi gengið að samhæfa þessi fjölmörgu og ólíku verkefni?
Þetta hefur verið mjög erfitt. En ég vinn samt vel undir álagi og vil miklu frekar hafa of mikið að gera en of lítið. Ég þurfti bara að vera rosalega skipulögð og tilbúin að fórna frítíma mínum.
Lovísa Lára útskrifaðist úr deildinni Handrit/leikstjórn hjá Kvikmyndaskóla Íslands vorið 2014. Öllum ætti að fara að verða ljóst að hún er bæði hæfileikarík og dugleg er ljóst að hún ber einnig virðingu fyrir samstarfsfólki sín.
Það hjálpar mjög mikið að hafa grunnþekkingu á flestum hlutverkum í kvikmyndagerð í gegnum námið í Kvikmyndaskólanum. Ég er samt alltaf með fólk með mér í verkefnunum sem er klárara en ég en það er gott að hafa hugmynd um hvaða möguleika maður hefur. En það er ekki hægt að segja mér að ég geti ekki gert eitthvað þegar ég veit að það er vel hægt.
Vinnan að myndinni Týndu stelpurnar er komin vel á veg og fleiri verkefni eru í burðarliðnum.
Við erum komin með fyrsta klipp á myndinni en tókum svo smá pásu til að melta þetta og halda kvikmyndahátíð og jól. Þetta er að koma út mikið betur en ég þorði að vona og við erum að vonast til þess að hún komi í bíó snemma 2017.Ég ætla að halda Frostbiter aftur á næsta ári og er mjög spennt fyrir því. Það eru nú þegar að týnast inn góðir dómar um hátíðina í fyrra á FilmFreeway og við erum að vonast til þess að hátíðin verður enn betri á þessu ári.Svo held ég áfram að vinna í heimildamynd minni um aukaleikara á Íslandi sem ég fékk styrk frá Kvikmyndamiðstöð fyrir.
Og eins og það allt saman sé ekki nóg er Lovísa Lára með handrit af mynd í fullri lengd í vinnslu og sjónvarpsþáttaröð í þróun ásamt Ólöfu Birnu Torfadóttir sem hún segir þó vera á byrjunarstigi. Við óskum þessari atorkusömu ungu kvikmyndagerðarkonu alls góðs á nýju ári og munum fylgjast spennt með verkefnum hennar.
—