Skúffuhugmyndin verður veruleiki – Kári er ný mynd Elsu G. Björnsdóttur

Hugmynd að stuttmynd kviknaði fyrir þremur árum en lenti ofan í skúffu þar sem hún var augljóslega kostnaðarsöm í framleiðslu. En fyrir ári síðan byrjaði þessi hugmynd Elsu G. Björnsdóttur,  aftur að skjóta upp í huga henna og nú, ári síðar er verkefnið komið langt í framleiðsluferli. Elsa  útskrifaðist úr leiklistardeild Kvikmyndaskóla Íslands  árið 2010.

Meira og betra draft tók svo á sig mynd eftir spjall við tökumann síðustu myndar minnar,  Arturas Kuklis. Þegar við kláruðum stuttmyndina í Janúar 2015 ræddum við möguleikann á að hann tæki þátt í að vinna aðra mynd með mér og þá aðeins stærri stuttmynd. Þar sem fyrra verkefnið tókst svona vel og guttinn hans kom svo vel út í þeirri mynd þá viðraði ég líka þá hugmynd við hann að Kevin myndi leika í næstu mynd s.s. Kára (unga).   En mínar helstu pælingar á þeim tíma voru þó fyrst og fremst hvernig ég gæti fjármagnað verkefnið svo ég byrja þarna aðeins fyrir 1 og hálfu ári síðan að safna pening með sýningarsölu á Sögunni Endalausu…..

 

Sagan Endalausa fór svo á alþjóðlega kvikmyndahátíð í Frakklandi í fyrrasumar og með myndina þar í keppni byrjaði Elsa að ræða við hugsanlegan leikara um að taka að sér hlutverk Kára sem fullorðins einstaklings.

Bo Hardell sem er danskur sýndi því strax mikinn áhuga að taka þetta hlutverk að sér svo handritið kom þá í raun alveg upp úr skúffunni þarna og byrjar að taka á sig betri mynd í huganum. Þarna var ég orðin nokkuð save með döff leikara og þá er erfiðast að finna…. það morar allt í heyrandi leikurum og enginn vandi að skipta um leikara og/eða ef einn getur ekki þá er yfirleitt hægt að spyrja bara þann næsta um að hoppa inn, en þannig er það ekki með döff leikara og þá sérstaklega ekki menntaða leikara eða leikara á ákveðnum aldri því við erum svo fá.

Sagan endalausa hlaut aðalverðlaunin á áðurnefndri listhátíð fyrir döff kvikmyndir, Clin d´Oeil  í Reims í Frakklandi.

Með því komu óvænt peningaverðlaun. Þá byrjaði boltinn bara að rúlla frekar hratt… í framhaldi er sú stuttmynd sýnd hér og þar og smá budget kemur inn sem ég eyrnamerki bara fyrir næsta verkefni. Á meðan kláraði ég að skrifa fyrsta draftið að Kára almennilega.

 

Síðasta haust hafði Elsa svo samband við Steinunni Ólínu og spurði hana hvort hún væri til í að taka að sér hlutverk móðurinnar í sögunni.

 

Hún tók vel í það og vildi fá að sjá handritið…. síðan þegar hún var “on board” þá einhvernveginn var aldrei möguleiki í mínum huga að bakka út eða hætta við að gera þessa mynd. Ég fór bara á full swing í framleiðslunni verandi í fullu námi líka við HÍ síðasta vetur.

 

Tökurnar á fóru svo fram á Eskifirði í byrjun ágúst en Elsa segir verkefnið sem átti að kosta nokkrar krónur hafa farið nokkuð framúr áætlun.

 

Ég hreinlega veit ekki hvar ég væri núna án þess að eiga góða að og er gríðarlega þakklát fjölskyldu minni en auk þess kostnaðar sem fór í framleiðslu og tökur þá vantar mig enn 1,5 milljónir til að klára alla eftirvinnslu, þá sérstaklega til að geta ráðið einhvern í að hljóðvinna myndina og til að klára rest af framleiðslunni.

 

Ég er búin að henda trailer út í kosmóið, að vísu með lélegu hljóði, því þegar öllu er á botnin hvolft þá mun auðveldara með smá sýnishorni að safna pening. Ég trúi því að þegar fólk sér trailerinn vilji það frekar styrkja myndina heldur en ef það sér ekki neitt.

Elsa er að klára BA nám við í táknmálsfræði á næstunni og hefur haft í mörg horn að líta.

Timinn til að sinna kvikmyndagerðinni hefur ekki verið mikill. Ég vinn sem stendur hjá RÚV í táknmálsfréttunum ásamt því að skrifa framleiða og leikstýra, aðallega eigin verkum. Svo var ég í um daginn í aukahlutverki í Týndu stelpunum sem Lovísa Lára leikstýrir og er núna með tvö verk á prjónunum fyrir bíó og sjónvarp sem mig langar að gera. Allt þetta ásamt því að klára Kára og koma honum á kvikmyndahátíðir.

 

14188370_156514371457994_6560675637673645455_o