Tækifærin banka upp á í náminu líka
Sveinn Lárus Hjartarson gerði miklar breytingar á lífi sínu þegar hann sótti um að komast í nám hjá Kvikmyndaskólanum
Ég hafði verið að vinna á Smurstöðinni Klöpp og félagi minn hafði sótt um í læknisfræði í Slóvakíu. Það einhvernveginn varð að smá sparki í rassinn á mér að fara að gera einhvað sem mig hafði alltaf dreymt um, sem var að fara í kvikmyndabransann. Ég sótti um í leiklist eftir að hafa hugsað mig vandlega um hvort ég myndi fara í Handrit og Leikstjórn eða Leiklist. Á endanum valdi ég leiklist og ég sé ekki eftir þvi í dag
Meðal áfanga í Kvikmyndaskólanum er “Fagið og framtíðin”. Námskeiðinu er ætlað að undirbúa nemendur fyrir leiklistarstörf eftir að námi lýkur. Farið er í gegnum ýmis praktísk atriði varðandi uppbyggingu ferilsins, svo sem gerð ferilskrár, framhalds- og endurmenntun, og hvaða tækifæri eru í boði. Nemendur fá þjálfun í undirbúningi og þátttöku í áheyrnarprufum og aðstoð og leiðbeiningar við að vinna að stuttri kynningarmynd um sjálfa sig (show-real).
Sveinn tók áfangann með góðum árangri
Við fórum bekkurinn í prufu til hennar Andreu Brabin hjá Eskimo og mér gekk rosalega vel. Ég var svo boðaður aftur í prufu í ágúst, fór þá í tvær prufur svo fór ég í eina í viðbót í lok september. Síðan í október þá var ég kominn með hlutverkið. Ég leik Kidda í þáttunum “Valhalla murders” sem eru framleiddir af True North. Mjög áhugaverður karakter sem verður klárlega skemmtilegt að leika.
Og hvað tekur svo við eftir það?
Eftir tökur á “Valhalla murders” mun ég að öllum líkindum koma aftur í skólann á Handrita áfanga en ég hef einmitt verið að skrifa rosalega mikið sjálfur upp á síðkastið. Svo er það bara að koma sér á framfæri hér heima. Ég hef einnig verið að skoða skóla erlendis til að halda áfram þessu námi og rækta sjálfan mig sem leikara