Tengslanetið mikilvægast – Arnar Benjamín á leið í MA nám við Met Film School
Arnar Benjamín Kristjánsson útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands vorið 2012 en hann stundaði nám í deildinni Leikstjórn/framleiðslu.
Arnar hefur unnið sem tökustaðastjóri og við tökustaðaleit frá útskrift úr kvikmyndaskólanum en á síðustu misserum hefur hann í auknu mæli fært sig yfir í framleiðslustörf. Þegar hefur hann framleitt eina kvikmynd sem er komin út en hann er um þessar mundir með aðra í eftirvinnslu. Sem „line producer“ hefur Arnar svo unnið að tveimur myndum en í haust eru tímamót framundan þegar hann heldur utan til MA náms við Met Film School í London. Við fengum Arnar til að segja okkur hvað á daga hans hefur drifið frá útskrift og allt þaðs em framundan er.
Frá útskrift hef ég aðalega verið að vinna með tveimur framleiðslufyrirtækjum, Vintage Pictures og Zik Zak. Þar hef ég farið í mörg mjög skemmtileg og krefjandi verkefni. Mitt stærsta hingað til hefur verið bandarískir sjónvarpsþættir sem hétu Documentary Now með Bill Hader og Fred Armisen. Það var bæði krefjandi og skemmtilegt að fylgja því eftir.
Arnar fékk einnig tækifæri til að vinna með Sólveigu Anspach í síðustu myndinni sem hún gerði.
Það var ákaflega mikill heiður og Sólveig var yndislegasti leikstjóri sem ég hef kynnst. Mest krefjandi verkefnið mitt var samt mynd sem heitir Bokeh. Þar var ég einn í tökustaðadeildinni og við vorum með 55 tökustaði sem þurfti að ná á 27 dögum, t.d. voru á einum degi 4 tökustaðir á Laugarveginum þar sem ég hljóp á milli að undirbúa næsta stað fyrir komu tökuliðsins.
Sem framkvæmdarstjóri í sjónvarpsþáttum starfaði Arnar einnig að gerð þáttarins
Það var eitt það skemmtilegasta verkefni sem ég hef unnið í en ef ég á að nefna það sem ég er hvað stoltastur af er mynd sem ég framleiddi með snillingunum Birgittu og Hlín hjá Vintage Pictures, A Reykjavík Porno, sem valin var inn á hátíðina í Edinborg 2016. Það þykir frekar mikill heiður.
Arnar hefur fært sig í auknu mæli yfir í framleiðsluhlutverkið – hvers vegna?
Ég vil færa mig meira yfir í framleiðsluhlutverkið því það er það sem ég lærði og það sem mig langar að gera. Ég hef haft gaman af því að vera í tökustaðarstjóra hlutverkinu og hef lært margt á því en mér hefur fundist skemmtilegra að fá að vera á framleiðsluskrifstofunni að undirbúa myndina, vinna náið með leikstjóra og setja saman allt ferlið á bakvið verkið.
Ég hef verið framleiðandi á tveimur feature myndum, ein er tilbúin og var frumsýnd í Edinborg eins og áður sagði, og hin er í eftirvinnslu og verður frumsýnd í haust. Svo hef ég verið line producer á tveimur feature myndum, Pale Star og eistnesku myndinni Love Comes Slowly. Það hefur verið ákaflega gaman og ég veit að ég er bara rétt að byrja.
Arnar segist hafa notað vel í starfi sínu það sem hann lærði í Kvikmyndaskóla Ísland.
Kennararnir sem kenndu mér eru allir úr bransanum og því er gott að nýta sér þá þekkingu sem þeir færa fram og taka vel eftir fyrirlestrunum og ábendingunum frá þeim.Námið mitt úr KVÍ kom mér aðeins af stað inn í bransann. Ef ég hefði ekki farið í nám þar þá hefði ég ekki farið í starfsnám til Zik Zak kvikmynda og kynnst Birgittu, sem hefði svo valdið því að ég væri ekki á sama stað í dag og ég er.
Tengslanetið nefnir Arnar sem það mikilvægasta við námið.
Ég kynntist þar fullt af fólki sem ég hef svo unnið með á þessum 4 árum, annaðhvort hefur það mælt með mér í vinnu eða ég mælt með því í vinnu.Eftir skólann stofnaði ég líka framleiðslufyrirtækið Fenrir Films ásamt 7 öðrum samnemendum mínum og höfum við verið að byggja það upp síðustu ár.
Hvernig kom það til að Arnar ákvað nú að drífa sig út til frekara náms?
Ég er á leið í MA nám við Met Film School sem er rekinn af Met Film framleiðslufyrirtækinu og kenndur í Ealing Studios, sem er elsta kvikmyndaverið í London. Námið er eitt ár og ég er orðinn frekar spenntur að fara. Ég fór í inntökuviðtal og var tjáð að það væru einungis teknir inn 8 – 12 manns í hvern bekk. Daginn eftir fékk ég símtal sem sagði að ég hefði flogið inn og þeir væru hæst ánægðir með að fá mig í nám til sín.
Það sem mér fannst hvað fyndnast var að þeir spurðu af hverju ég væri að fara í nám þegar mér gengi greinilega vel en ég sagði að mig langaði til að fræða mig meira og að maður tapi aldrei á frekari menntun.
Aðalástæðan fyrir því að ég ákvað að fara í nám var að mig langar til að verða framleiðandi og mig langar að geta læra meira um hvernig góður framleiðandi vinnur, þótt ég hafi lært mjög margt af framleiðendunum sem ég hef unnið með í gegnum tíðina sem mun nýtast mér í framtíðinni.