Tilkynning frá Kvikmyndaskóla Íslands

Undanfarna daga hafa rektor, stjórnendur og starfsfólk Kvikmyndaskólans, verið harmi slegin af sögum kvenna í sviðslistum, kvikmyndagerð, og hjá menntastofnunum, þar á meðal okkar eigin.

Að sjálfsögðu var ljóst að við þyrftum að bregðast við, líta inn á við og sjá hvað má betur fara og hvernig við getum sýnt vilja í verki til uppræta kynferðislega áreitni og mismunun í allri sinni mynd innan skólans.

Sem fyrst skref í þessu ferli, fórum við yfir verkferla um hvernig skal bregðast við áreitni af öllu tagi. Myndað var viðbragðsteymi innan skólans og nemendum send tilkynning þess efnis fyrr í vikunni, í samráði við nemendaráð (deilt hér neðan)