Upptökur á útskriftar myndum héldu áfram í vikunni
Fyrsta önn Leikstjórnar sátu námskeið í framleiðslu með Hlín Jóhannesdóttur (Bokeh, Svanurinn) og leikstjórn þar sem er unnið með leikaravinnu undir leiðsögn Þorsteins Bachman (Lof mér að falla, Vonarstræti) ásamt fyrstu önn Handrita og Leikstjórnar. Þriðja önn Leikstjórnar og Framleiðslu, ásamt þriðju önn Handrita og Leikstjórnar fóru í námskeið um leikstjórn hjá Gunnari B. Gunnarssyni (Gauragangur, Astropia), þar sem þau æfðu sig í nálgun leikstjóra á senum með áherslu á samspil leiks og myndavélar.
Nemendur á fyrstu önn Skapandi Tækni luku fyrsta kúrs í klippingu undir leiðsögn ásamt kúrs í myndbreytingu undir leiðsögn Sigurgeirs Arinbjarnarsonar (Everest, Star Trek Discovery). Nemendur á annari önn sátu kúrs í hljóðvinnslu með Kjartani Kjartanssyni (Sódóma Reykjavík) , ásamt því að fara í listasögu hjá. Þau luku svo einnig námskeiði í leikmyndagerð með Ara Birgi Ágústssyni (Hjartasteinn, Grafir og Bein). Þriðja önn hóf að klippa heimildar myndinar sínar sem þau unnu í kvikmyndatöku áfanga fyrr á önninni, undir umsjón Davíðs Alexander Corno (Undir Halastjórnu, Kona fer í stríð).
Fyrsta önn Handrita/ Leikstjórnar sátu námskeið í handritum í fullri lengd undir leiðsögn Hrafnkels Stefánssonar (Kurteist Fólk, Borgríki) þar sem þau hefja vinnu að handriti sem þau munu vinna áfram næstu annir og leikstjórn þar sem er unnið með leikaravinnu undir leiðsögn Þorsteins Bachmans (Lof mér að falla, Vonarstræti) ásamt fyrstu önn. Þriðja önn, ásamt þriðju önn Leikstjórnar og Framleiðslu, fóru í námskeið um leikstjórn hjá Gunnari B. Gunnarssyni (Gauragangur, Astropia), þar sem þau æfðu sig í nálgun leikstjóra á senum með áherslu á samspil leiks og myndavélar.
Nemendur á fyrstu önn Leiklistar luku námskeiði í leiktúlkun hjá Rúnari Guðbrandssyni (Svartur á leik, XL) með glæsilegri kynningu, ásamt námskeiði í leik hreyfingu með Guðmundi Elíasi Knudsen. Nemendur á annarri önn luku námskeiði í raddbeitingu hjá Þóreyju Sigþórsdóttur (Agnes, Kaldaljós) og námskeiði hreyfingu með Álfrúnu Örnólfdóttur (Dís) þar sem unnið var með líkamann í yoga, ásamt þriðju önn. Þriðja önn sat svo kúrs í Leik og Rödd með Þórunni Ernu Clausen (Lói) þar sem þau héldu áfram vinnu að söngleik sem þau munu skrifa og setja á svið í lok annar.
, nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands, bauð upp á handrita vinnustofu á þriðjudeginum.