Útskrifaðir bræður vekja athygli með myndbandinu „Kópasker the musical“
Þríeykið Efri Hólabræður náðu heimsathygli fyrir fjórum árum með myndbandi sínu kenndu við sleif en nú hafa þeir félagar sent frá sér nýtt myndband undir heitinu „Kópasker the musical“.
Ottó Gunnarsson er útskrifaður úr Leikstjórn/Framleiðslu hjá Kvikmyndaskóla Íslands og bróðir hans Óli Jón úr Leiklistardeild. Saman hafa þeir ásamt þriðja bróðurnum, Ómari gert þorrablótsmyndbönd síðustu ár og er það nýjasta sannarlega metnaðarfullt eins og fram kemur í grein um þá bræður í DV.
Þeir sem tóku þátt eru meira og minna allt brottfluttir úr bænum, við bræðurnir, unnusta mín Anna Karen, Stefán Jónsson áhugaleikari á Akureyri og svo Lilja Guðmundsdóttir söngkona. Sigurður Magnússon kvikmyndagerðarmaður var síðan okkur innan handar.
Segir jafnframt í greininni í DV að „Sleifaratriðið“ hafi náð til milljóna áhorfenda og er því spennandi að sjá hvernig hinu nýja myndbandi reiðir af.