Útskrift KVÍ: Vorönn 2015

Í dag, 23. maí útskrifuðust 30 nemendur úr Kvikmyndaskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Bíó Paradís. Þetta er annar veturinn sem Kvikmyndaskólinn starfar í húsnæði sínu að Grensásvegi  1. Nemendur útskrifuðust úr öllum deildum; Leikstjórn/framleiðslu, Skapandi tækniHandriti/leikstjórn og Leiklist.

Við útskriftina í dag voru veitt eftirtalin verðlaun.

Ólafur Einar Ólafarson – Handhafi Bjarkans

Höfundar bestu myndanna á vorönn 2015

Kolbrún Völkudóttir hlýtur viðurkenningu frá Rektor

Útskrift í Bíó Paradís

Ólafur Einar Ólafarson hlaut verðlaun fyrir bestu mynd. Haraldur Bjarni Óskarsson hlaut viðurkenningu fyrir bestu mynd  í Deild 1, Leikstjórn/framleiðsla. Fyrir bestu mynd í Deild 4, Leiklist hlaut Sigmar Ingi Sigurgeirsson viðurkenningu og Haukur Karlsson var verðlaunahafi Deildar 2, Skapandi tækni. Kolbrún Völkudóttir viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur og frábæra ástundun náms.

Við óskum öllum útskriftarnemum á vorönn 2015, innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.