Útskrift, laugardaginn 21.desember

Eftir ævintýraríka viku, þar sem við fengum að njóta verka nemenda okkar sem þeir hafa unnið að hörðum höndum síðastliðna önn og þar á meðal stórkostlegra útskriftarmynda, var komið að útskrift haustannar 2019. Við gátum stolt útskrifað kvikmyndagerðarfólk sem mun án efa setja mark sitt á framtíðina.

Frá deild Handrita og Leikstjórnar útskrifuðust

Fannar Smári Birgisson, Ragnar Óli Sigurðsson og Kristinn Finnsson

Frá deild Leikstjórnar og Framleiðslu útskrifuðust

Jana Arnarsdóttir og Sonia Schiavone

Frá deild Leiklistar útskrifuðust

Gunnar Ágúst Stefánsson og Kristinn Örn Elfar Clausen

Viðurkenningu fyrir góða ástundun hlaut Kristinn Finnsson og viðurkenningu fyrir bestu mynd annarinnar, “Bjarkann”, hlaut Kristinn Örn Elfar Clausen fyrir mynd sína “Pabbi minn” .

Við óskum nemendum okkar innilega til hamingju með árangurinn og munum spennt fylgjast með framtíðar verkum þeirra.