Veit núna að styrkleikarnir eru jafn margir og þeir eru fjölbreytir

Berglind Róbertsdóttir er einn af útskriftarnemum á vorönn Kvikmyndaskóla Íslands en hún er í hópi þeirra sem segja okkur aðeins frá sinni upplifun á námi skólans.

 

Stórkostlegt nám. Kennararnir höfðu jafn mikinn áhuga á að kenna mér eins og mér fannst að læra. Ég fékk að kynnast sjálfri mér ótrúlega vel í þessu ferli, einnig kynntist ég frábærum bekkjafélögum og samnemendum. Þessi tvö ár voru allt of fljót að líða, en voru mjög lærdómsrík og skemmtileg.

 

Þegar Berglind er spurð út í framtíðina segist hún aldrei hafa verið mikið fyrir að hugsa um hana.

 

Það eina sem ég stefni á er að lifa í núinu, en þetta nám mun hjálpa mér í hverju sem ég tek mér fyrir hendur.  Ég ætla að halda áfram með leiklistina, fara í skóla úti eða ferðast og kynnast listinni um allan heim.

 

Um eigin styrkleika eru fyrstu viðbrögð Berglindar að fyrir námið hefði hún ekki verið viss hverju svara ætti.

 

Ég var  rosalega feimin og ekki ánægð með sjálfa mig. En núna veit ég að styrkleikar mínir eru jafn margir og þeir eru fjölbreytir. Það sem mér finnst þó mikilvægast er að ég er jákvæð og læt ekkert brjóta mig niður.

 

Náttúran og listin í öllu sínu formi er það sem Berglind Róbertsdóttir brennur fyrir og skólinn óskar henni eins og öðrum útskriftarnemum sínum góðs gengis við að sinna sínum eigin hugðarefnum.