Við sýnum næstu mynd sem valin var úr hópi útskriftarmynda til að fagna árunum okkar 25!

Í tilefni af 25 ára afmælisári Kvikmyndaskóla Íslands munum við á á næstunni sýna 25 valin verk útskrifaðra nemenda síðustu ára. Nú sýnum við stuttmyndina “Gunna” frá vorönn 2012.

Stuttmyndin “Gunna” var útskriftarverkefni Óla Jóns Gunnarssonar sem útskrifaðst vorið 2012 frá leiklistardeild.

Óli Jón segir námið í Kvikmyndaskóla Íslands hafi haft mjög góð áhrif á sig. “Þó svo ég hafi ekki ennþá landað stóru hlutverki, þá hefur leiklistarmenntunin gefið mér svo margt annað. Ég er öruggari í samskiptum við aðra, á mun auðveldara með að standa upp á fundum og tala fyrir miklum fjölda sem nýtist mér mjög vel í minni vinnu.
Maður þarf oft að skipta um karakter til þess að tala fólk inn á sitt band og þá er ekki verra að hafa þessa menntun að baki.
Ég hef fengið reglulega nokkur minni hlutverk í íslenskum og erlendum myndum síðan ég útskrifaðist, sem hefur verið mjög gaman og er góð reynsla.
Í dag er ég svo að vinna í handriti að nýrri stuttmynd sem ég er verulega spenntur yfir” segir Óli Jón.

Hérna kemur “Gunna” , njótið vel !

Gunna from Icelandic Film School on Vimeo.