Young Nordic Talents heimsækja KVÍ í tengslum við RIFF
Í gær heimsótti hópur norður-evrópskra kvikmyndaskólanema á aldrinum 20 -30 ára Kvikmyndaskóla Íslands og tók þátt í vinnustofu með íslensku nemendunum.
Flestir gestanna í gær eru nemendur úr kvikmyndaskólum í Finnlandi, Danmörku, Póllandi, Eistlandi og Svíþjóð. Hópurinn skoðaði Kvikmyndaskólann og átti síðan fund með nemendum hans þar sem nám í hinum ólíku kvikmyndaskólum var skeggrætt.
Hópurinn að utan tilheyrir verkefninu Young Nordic Talents og er hér í tengslum við RIFF.
Þetta er eins konar vinnustofa þar sem hópurinn kynnir sér m.a. íslenska kvikmyndagerð, vinnur saman verkefni og ber saman bækur sínar. Það var bæði skemmtilegt og fróðlegt að taka móti þessum hópi skapandi ungs fólks.
segir Hilmar Oddson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands eftir þessa skemmtilegu heimsókn erlendu gestanna í gær.