130 verkefni nemenda Kvikmyndaskólans sýnd í Bíó Paradís í vikunni

130 myndir af ýmsum stærðum og gerðum hafa verið sýndar þessa viku í Bíó Paradís sem framleiddar hafa verið af nemendum á haustönn einni í Kvikmyndaskóla Íslands.

Sýningum lýkur í dag með útskriftarmyndum en fáir gera sér grein fyrir hvaða magn af áhugaverðu efni liggur eftir nemendur önn hverja. Sumar þessara mynda hafa náð undraverðum árangri í keppnum víðsvegar um heiminn og hér á Íslandi en jafnvel þær myndir sem minna fer fyrir eru þess virði að skoð nánar.

Og verkefnin sem nemendur skila af sér eru fjölbreytileg þessa sýningarviku : 38 stuttmyndir, 1 fjölcameruþáttur, 4 tónlistarmyndbönd, 3 auglýsingar, 2 Pilotar, 13 heimildarmyndir, 5 myndir án orða, 7 endurgerðir, 43 mínútumyndir og 15 kynningarmyndir.

Á morgun, laugardaginn 17. desember verður svo útskrifathátíðin haldin í Bíó Paradís kl. 13.