25 ár af íslenskum kvikmyndum

Í tilefni af 25 ára afmælisári Kvikmyndaskóla Íslands munum við á næstunni sýna 25 valin verk útskrifaðra nemenda síðustu ára. Nú sýnum við stuttmyndina Hvítir karlar frá vetrinum 2011/2012

Hvítir karlar

Stuttmyndin Hvítir karlar, var útskriftarverkefni Vivian Ólafsdóttur sem útskrifaðist úr Leiklistardeild KVÍ veturinn 2011/2012

 

Í samtali við Vivian Ólafsdóttur leikara segir hún:

 

Nám í Kvikmyndaskóla Íslands var gjöf frá mér til mín. Ég fór í leiklist sem ég mæli með fyrir alla og fékk einnig góðan grunn í kvikmyndagerð sem ég hef getað nýtt mér vel og mun gera áfram í framtíðinni, en sá grunnur stækkaði atvinnumöguleika mína töluvert. Ég segi við alla sem spyrja mig út í námið í Kvikmyndaskólanum, að “tólin” sem ég fékk í hendurnar þar og lærði inná eru ekki aðeins tækni til að vera frábær leikari heldur líka tól til að lifa betri lífi. Fyrir utan það allt, þá kynntist ég eiginmanni mínum í skólanum og verð alltaf þakklát fyrir það, ásamt frábærum vinum og fólki sem hrærist og lifir fyrir því sama og ég – leiklist og kvikmyndagerð

Hvítir karlar

Við þökkum Vivian kærlega fyrir og vonum að þið njótið myndarinnar