25 ár af kvikmyndagerð
Í tilefni af 25 ára afmælisári Kvikmyndaskóla Íslands munum við á næstunni sýna 25 valin verk útskrifaðra nemenda síðustu ára. Nú sýnum við stuttmyndina “Stanislaw” frá haustönn 2010
Stuttmyndin Stanislaw, var útskriftarverkefni Jóns Márs Gunnarssonar sem útskrifaðist úr Skapandi tækni á haustönn 2010
Í samtali við Jón Már segir hann:
Ég útskrifaðist úr kvikmyndaskólanum árið 2010. Ég hafði áður klárað nám í margmiðlunarskólanum þar sem ég sérhæfði mig í 3D animation en mér fannst eins og það vantaði eitthvað smá í vopnabúrið auk þess að ég fann að mér fannst samsetningar (comp) höfða mikið til mín. Þessvegna tók ég þá ákvörðun að fara í kvikmyndaskólann þar sem ég gerði flest öll verkefni í KVÍ að myndbrelluverkefnum, þó þau ættu ekkert endilega að vera það. Þannig fékk ég góðann stað til að æfa það sem ég hafði stefnt að og fólk til að vera mér til handa. Ég náði mjög fljótt mun betri tökum á listforminu og tækninni auk þess að kynnast fullt af hæfileikafólki sem hjálpaði mér að þróast.
Ég fékk strax töluvert af verkefnum og svo fullt starf hjá Pegasus og svo RGB þar sem ég er ennþá starfandi. Ég var svo heppin að vera hent beint í djúpu laugina og fékk traust til að tækla stór verkefni alveg frá upphafi
Við vonum að þið njótið áhorfs